Afbókunarskilmálar
Þessir afbókunarskilmálar útskýra skilmála gagnvart breytingu bókanna, afbókunar og endurgreiðslum vegna bókana í leiðsögn, viðburðarrými og/eða fundarrými á Jarðhitasýningunni.
Einstaklingar
Allar afbókanir þurfa að berast með 24 klukkustunda fyrirvara. Ef bókun þín er afbókuð með að minnsta kosti 24 klukkustunda fyrirvara, er veitt full endurgreiðsla. Ef afbókun berst innan við 24 klukkustunda fyrirvara, fæst engin endurgreiðsla. Þú ert alltaf velkomin/n að breyta pöntun þinni yfir á annan dag án aukakostnaðar.
Allar afbókanir eða breytingar á bókunum þurfa að berast á tölvupósti á netfangið syning@or.is.
Hópaleiðsögn
Allar afbókanir þurfa að berast með minnst 48 klukkustunda fyrirvara. Ef afbókað er með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara gildir full endurgreiðsla. Ef afbókað er með 24-48 klukkustunda fyrirvara gildir 50% endurgreiðsla. Ef afbókað er með minna en 24 klukkustunda fyrirvara fæst engin endurgreiðsla.
Allar afbókanir eða breytingar á bókunum þurfa að berast tölvupóst á syning@or.is.

