Hópaleiðsögn
Formlegar kynningar Kraftur
Formleg kynning fyrir fag- og fræðihópa um orkuvinnslu og Carbfix.
Um kynninguna - Kraftur
Fyrir fag- og fræðihópa mælum við með formlegri kynningu, Kraftur, sem veitir ítarlega innsýn í framleiðsluferli og orkudreifingu virkjunarinnar, starfsemi Orku náttúrunnar og Orkuveitunnar, auk nýsköpunarverkefna á borð við Carbfix.
Þessi 30–40 mínútna kynning veitir innsýn í:
Framleiðsluferli og orkudreifingu virkjunarinnar
Starfsemi Orku náttúrunnar og Orkuveitunnar
Nýsköpunarverkefni á svæðinu, þar á meðal Carbfix
Kraftur býður gestum upp á tækifæri til dýpri og markvissra umræðna við vísindamiðlara okkar í fundarrýminu okkar.
Með þessari kynningu er hægt að panta veitingar fyrir auka gjald. Vinsælt er t.d. að fá kaffi og kleinur fyrir hópinn.
Áður en þú bókar
Tímalengd
1–1,5 klukkustundir
Rými
Lokað fundarherbergi
Markhópur
Sérfræðingar, fagfólk, fræðifólk
Veitingar
Þarf að panta fyrirfram (aukagjald)
Hafðu samband til að bóka
Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og verðs.
