Viðskiptaskilmálar
Síðast uppfært: Janúar 2026
Almennt
Þessir viðskiptaskilmálar og skilyrði gilda um alla gesti Jarðhitasýningarinnar og alla sem kaupa miða, bóka leiðsagnir eða aðra tengda þjónustu í gegnum vefsíðu okkar, á staðnum eða í gegnum samstarfsaðila.
Með því að heimsækja sýninguna eða ganga frá bókun samþykkir þú skilmálana sem hér eru settir fram.
Bókanir
Allar bókanir eru háðar framboði.
Rafrænir miðar gilda fyrir hvaða tíma sem er á bókaðri dagsetningu, nema annað hafi verið staðfest í samráði við starfsfólk okkar. Óskir um breytingu á tíma bókaðrar leiðsagnar skulu berast með tölvupósti til staðfestingar.
Allar leiðsagnir skulu bókaðar og staðfestar í samráði við starfsfólk okkar í gegnum tölvupóst.
Lágmarksverð gildir fyrir hópa sem eru minni en tilgreindur lágmarksfjöldi.
Breytingar eða afbókanir skal tilkynna beint til okkar á netfangið syning@or.is.
Afbókunarfrestur er 24 klukkustundir fyrir einstaklingsbókanir og 48 klukkustundir fyrir hópbókanir.
Verð og greiðslur
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) og eru með viðeigandi virðisaukaskatti.
Greiðsla skal berast að fullu áður en þátttaka í leiðsögn eða annarri þjónustu hefst.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta verði hvenær sem er, staðfestar bókanir verða þó ekki fyrir áhrifum af slíkum breytingum.
Öryggisatriði
Gestir skulu fara eftir öllum leiðbeiningum og fyrirmælum starfsfólks.
Sumar leiðsagnir, svo sem Carbfix-leiðsagnir, krefjast notkunar viðeigandi öryggisbúnaðar, sem sýningin leggur til, og eru eingöngu ætlaðar gestum 16 ára og eldri.
Opnir skór og háhælaðir skór eru ekki leyfðir í leiðsögnum sem fara fram utan sýningarrýmis Jarðhitasýningarinnar.
Við áskiljum okkur rétt til að neita aðgangi eða vísa gestum á brott sem sýna óviðeigandi, truflandi eða óörugga hegðun.
Aðgengi
Jarðhitasýningin er aðgengileg fyrir hjólastóla og hljóðleiðsagnir eru í boði bæði á hljóð- og textaformi.
Ef þú hefur sérstakar þarfir varðandi aðgengi, vinsamlegast hafðu samband við okkur fyrirfram svo við getum aðstoðað þig eftir bestu getu.
Breytingar og afbókanir (af okkur)
Það getur komið upp sú staða að breyta þurfi bókunum, fresta þeim eða aflýst vegna:
Veðurs og/eða færðar
Viðhaldi eða annarar starfsemi í sýningarrýminu eða á niðurdælingarsvæði
Ef við verðum að aflýsa bókun, munu gestir fá bókun sína færða yfir á aðra dagsetningu eða fulla endurgreiðslu.
Ábyrgð
Jarðhitasýningin, Orka náttúrunnar, Carbfix eða Orkuveitan bera ekki ábyrgð á persónulegum munum sem glatast, skemmast eða eru skildir eftir eftirlitslausir í heimsókninni.
Þátttaka í leiðsögnum utan sýningarrýmisins er á eigin ábyrgð, mikilvægt er að klæðast viðeigandi klæðnaði.
Ekkert í þessum skilmálum takmarkar lögbundin réttindi þín samkvæmt íslenskum lögum.
Myndataka
Gestum er heimilt að taka ljósmyndir til einkanota nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Atvinnuljósmyndun eða kvikmyndun er einungis heimil með skriflegu leyfi.
Persónuverndarskilmálar
Til að uppfylla skyldur sínar skv. skilmálum þessum og lögum samkvæmt vinnur Orkuveitan með tilteknar persónuupplýsingar um viðskiptavini. Um vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Jarðhitasýningarinnar gildir persónuverndarskilmálar Orkuveitunnar.
Setja slóð inn: https://www.orkuveitan.is/orkuveitan/fyrirtaekid/stefnuskjol-og-stadlar/personuverndarskilmalar-orkuveitunnar
Hafðu samband
Ef þú hefur spurninga um bókunarskilmálana, endilega hafðu samband
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun, 816 Ölfus
