ÍS

EN

ÍS

EN

ÍS

EN

Sjálfbærni

Við vinnum í átt að sjálfbærni

Saman að sjálfbærri framtíð

blob_fp6sj9.webp
blob_fp6sj9.webp
blob_fp6sj9.webp

Sjálfbærni og umhverfismál

Orkuveitan, Orka náttúrunnar og Carbfix vinna markvisst af umhverfis-, loftlags-, og landgræðsluverkefnum með það að markmiði að lágmarka röskun á umhverfi og loftslagi.

Við á Jarðhitasýningunni vinnum eftir stefnu Orkuveitunnar í sjálfbærni og umhverfismálum að virðingu við náttúruna.

blob_ugujmw.webp
blob_ugujmw.webp
blob_ugujmw.webp

Orkuveitan

Í átt að sjálfbærni í sátt við náttúru og loftslag

Orkuveitan hefur um árabil sett loftslagsmál í forgang með markvissum aðgerðum á borð við Carbfix-aðferðina til kolefnisbindingar og orkuskiptum sem dæmi, þrátt fyrir að starfsemi hennar byggist á endurnýjanlegri orku.


Fyrirtækið leggur jafnframt áherslu á ábyrga landnýtingu og aðgengi almennings að virkjanasvæðum, ásamt markvissri landgræðslu og endurheimt náttúru eftir framkvæmdir.

Orka náttúrunnar

Minnkum kolefnissporið

Orka náttúrunnar rekur tvær jarðvarmavirkjanir og eina vatnsaflsvirkjun.


ON leggur áherslu á að lágmarka kolefnisspor sitt, vinna markvisst að landgræðslu, stuðlar að ábyrgri nýtingu auðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í allri starfsemi sinni.

blob_qc458t.webp
blob_qc458t.webp
blob_qc458t.webp
blob_sa92cm.webp
blob_sa92cm.webp
blob_sa92cm.webp

Sjálfbærni í forgrunni

Jarðhitasýningin vekur þessar sjálfbærniaðgerðir til lífsins og sýnir hvernig ábyrg nýting jarðhita getur knúið samfélög áfram, en þó um leið bera umhyggju fyrir umhverfinu og náttúrunni.


Með fræðslu, miðlun og samtali viljum við hvetja gesti til að hugsa á nýjan hátt um orku og jörðina sem við öll deilum og efla þannig vitund um samband orku, náttúru og samfélags.