ÍS

EN

ÍS

EN

ÍS

EN

Svæðið

Hengill og Kolviðarhóll

Kynntu þér Hengilssvæðið

blob_tld9iw.webp
blob_tld9iw.webp
blob_tld9iw.webp

Landslag mótað af

náttúrunni og tíma

Jarðhitasýningin er staðsett í Hellisheiðarvirkjun, mitt á milli Reykjavíkur og Selfoss. Hengilssvæðið er einstök útivistar- og náttúruperla þar sem fjölbreytt landslag, jarðhiti og orka móta ógleymanlega upplifun. Á svæðinu eru yfir 130 km af stikuðum gönguleiðum og er svæðið aðgengilegt allt árið með réttum búnaði.

Hengilssvæðið hefur jafnframt djúpa sögulega skírskotun, þar sem Hellisheiði hefur um aldir verið ein helsta samgönguleiðin til og frá Reykjavík.

Hengillinn

Stærsta
eldstöðvakerfi Íslands

Hjarta jarðhitans

Hengilssvæðið er sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur. Fjölbreyttar gönguleiðir, stórbrotin fjallasýn, gufustrókar og náttúrulegar heitar uppsprettur laða að sér gesti víðs vegar að úr heiminum.


Hengillinn er staðsettur á Eldfjallaleiðinni og er jafnframt vinsæll viðkomustaður á Gullna hringnum og á leið inn á Suðurlandið. Þar gefst ferðafólki einstakt tækifæri til að upplifa krafta náttúru Íslands og tengja landslagið við orku, menningu og sögu landsins.


Austan megin við Hengilinn liggur Reykjadalur, eitt þekktasta jarðhitasvæði landsins, þar sem hægt er að baða sig í heitri á í fallegu og friðsælu umhverfi.


Jarðhitasýningin er staðsett í Hellisheiðarvirkjun, í nágrenni Hveragerðis og Selfoss, á leiðinni yfir Hellisheiði. Hún er því tilvalið stopp á alfaraleið fyrir alla sem vilja kynnast jarðhita og náttúru svæðisins.


blob_jzwhys.webp
blob_jzwhys.webp
blob_jzwhys.webp

Þetta getur þú gert á Hengilssvæðinu

Heimsókn á Jarðhitaýninguna getur verið hluti ferð um svæðið. Vinsæl afþreying og áhugaverðir staðir á svæðinu:

Heimsækja hraunhelli (Raufarhólshelli)

Renna sér niður zipline línu yfir Svartagljúfur

Reiðtúr um fallegar reiðleiðir

Baða sig í heitum læk og sundlaug

Fjallahjólaferð

Kajakferð við ströndina

Kolviðarhóll

Hlið inn á Hengilinn

Við hlið Hellisheiðarvirkjunar er Kolviðarhóll, sem var eitt sinn vel þekktur áningarstaður ferðalanga yfir heiðina sem og skíðasvæði hér áður fyrr.


Hægt er að ganga upp á Kolviðarhól og sjá rústir gamla hússins og leifar af skíðastökkpalli vinstra megin við Bústein en svæðið er gamalt skíðasvæði.

blob_asjuxs.webp
blob_asjuxs.webp
blob_asjuxs.webp

Bókaðu heimsókn

Hvort sem þú kemur til að skoða, njóta eða fræðast, er Hengillinn svæði sem býr yfir mikilli orku og sögu.

blob_soarwk.webp
blob_soarwk.webp
blob_soarwk.webp