ÍS

EN

ÍS

EN

ÍS

EN

Hópaleiðsögn

Carbfix leiðsögn fyrir skólahópa

Fræðandi heimsókn sem veitir dýpri innsýn í nýtingu jarðhita í orkuframleiðslu og nýsköpun.

blob_tfbieh.webp
blob_tfbieh.webp
blob_tfbieh.webp

Um leiðsögnina

Carbfix skólaheimsóknir bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir nemendur til að fræðast um jarðfræði, orkuvinnslu úr jarðhitanum, Carbfix aðferðina og þá nýsköpun sem á sér stað á svæðinu.


Þessi 1–1,5 klukkustundar leiðsögn felur í sér:


Kynningu á jarðfræði Íslands og jarðhitaumhverfinu sem landið býr yfir.

Útskýringu á nýtingu jarðvarma til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni, ásamt dreifingu orkunnar.

Ítarlega umfjöllun um Carbfix-aðferðina, sem gerir varanlega kolefnisbindingu mögulega og veitir meira svigrúm til umræðu en almenn leiðsögn.

Kynningu á starfsemi Jarðhitagarðs ON, sem er grænn iðngarður þar sem framsækin fyrirtæki starfa með áherslu á hringrásarhugsun.


Leiðsögnin er sérsniðin að þörfum hvers hóps. Við hvetjum forsvarsaðila til að senda okkur upplýsingar um áherslur svo heimsóknin verði sem markvissust.

Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga til að gera leiðsögnina ítarlegri og skemmtilegri og gestum er frjálst að skoða sýninguna í heild sinni eftir leiðsögnina.

Áður en þú bókar

Tímalengd

:

1–1,5 klukkustundir

Öryggisbúnaður

:

Allir gestir verða að horfa á öryggismyndband og bera hjálm, sýnileikavesti og öryggisgleraugu sem veitt eru á staðnum.

Aldursmörk

:

16 ára og eldri

Fatnaður

:

Klæðnaður skal vera eftir veðri. Opnir skór eða háhælaðir skór eru ekki leyfðir.

Aðgengi

:

Aðgangur að borholum og niðurdælingarsvæði er háð veðri og aðstæðum á vinnusvæði

Hafðu samband til að bóka

Vinsamlegast hafið samband vegna lausra tíma og verðs.