ÍS

EN

ÍS

EN

ÍS

EN

Arkitektúr

Hönnun innblásin af náttúru Íslands

Hönnun innblásin af náttúru Íslands

Bygging sem er innblásin af jarðfræði, orku og samspili milli náttúru og hönnunar.

blob_zf30jm.webp
blob_zf30jm.webp
blob_zf30jm.webp
blob_g8gjcq.webp
blob_g8gjcq.webp
blob_g8gjcq.webp

Mótuð af náttúruöflunum undir Íslandi

Hönnun byggingarinnar er innblásin af jarðfræði Íslands, þar sem jarðlögin halla að flekaskilum landsins.

Sýningarsalir og vélarsalir hallast hver að öðrum sem er endurspeglun á flekaskilunum, en flekaskilin eru uppspretta á þeirri orku sem knýr virkjunina.

Sjónræn tenging við Snæfellsjökull

Ofan við innganginn stendur spjótlaga oddur sem bendir að Snæfellsjökli.


Oddurinn myndar sjónræn tengsl við aðra tegund orkustöðvar. Snæfellsjökull er ekki aðeins sterkt kennileiti heldur er hann einnig goðsagnakenndur inngangur að miðju jarðar í klassískri sögu Jules Verne.


blob_gto4pc.webp
blob_gto4pc.webp
blob_gto4pc.webp
blob_ibr2fk.webp
blob_ibr2fk.webp
blob_ibr2fk.webp

Hönnun í samspili við náttúruna

Hönnun landslags á svæðinu leikur lykilhlutverk í því að stuðla að nýsköpun og undirstrika vistvænar lausnir og þannig viðhalda jafnvægi á milli náttúru og bygginga.

Grunnhönnun virkjunarinnar gerir það mögulegt að bæta nýjum einingum við eftir framleiðslugetu og þörfum virkjunarinnar, án þess að raska umhverfinu í kring um of.

Frá hugmynd að niðurstöðu

2002

Hönnunarvinna hefst.

Árslok 2003

Hönnun fyrir fyrsta áfangann lokið.

Apríl 2004

Framkvæmd á vegum og innviðum hefst.

Apríl 2005

Bygging framkvæmda hefst, unnið í nokkrum áföngum.

2011

Virkjunin nær núverandi framleiðslugetu.

Sérfræðingar og hönnuðir

Verkefnið sameinaði fjölbreyttan hóp sérfræðinga í arkitektúr, verkfræði og landslagshönnun.

Verkefnastjórn

Claus Ballzus

Mannvit ehf

Ingólfur Hrólfsson

Orkuveitan

Arkitektúr

Ivon Stefán Cilia

Arkitekt TARK - Teiknistofan Arkitektar ehf

Landslagsarkitekt

Finnur Kristinsson

Landslag ehf

Vélbúnaður og kerfishönnun

J. Garðar Einarsson

Vélaverkfræðingur - Mannvit ehf

Stjórnbúnaður

Jóhann Þór Magnússon

Rafmagnsverkfræðingur - Mannvit ehf

Burðarþol

Sigurður Guðjónsson

Byggingarverkfræðingur - Verkís hf

Raf- og varnabúnaður

Snæbjörn Jónsson

Rafmagnsverkfræðingur - Verkís hf

Mótast af orku
og náttúru

Mótast af orku
og náttúru

Hönnun Jarðhitasýningarinnar og Hellisheiðarvirkjunar endurspeglar þá náttúrukrafta sem gera orkuvinnsluna mögulega.

blob_inccqy.webp
blob_inccqy.webp
blob_inccqy.webp