Dec 8, 2025
Jarðhitasvæði á Íslandi
Vissir þú að það eru tvær gerðir af jarðhitasvæðum á Íslandi?
Vissir þú að það eru tvær gerðir af jarðhitasvæðum á Íslandi?
Við flokkum jarðhitasvæði á Íslandi sem annað hvort lághitasvæði eða háhitasvæði.
Á lághitasvæðum má finna vatn á 1 km dýpi með hitastig á milli 30-150°C (86-302°F). Það er hægt að nota vatn frá þessum svæðum beint í húshitun, snjóbræðslu, landbúnað, sundlaugar, heita potta og margt fleira.
Lághitasvæði eru mun algengari en háhitasvæði og finnast yfirleitt á svæðum þar sem berggrunnurinn er eldri.
Háhitasvæði hafa vatn á 1 km dýpi, sem er 200°C (392°F) eða hærra. Háhitasvæði geta verið notuð til að framleiða heitt vatn í sama tilgangi og lághitasvæði, en á þessum svæðum er líka hægt að framleiða rafmagn.
Þegar heitt vatn er fengið frá háhitasvæðum er ekki hægt að nota það beint í sama tilgangi og heitt vatn frá lághitasvæðum þar sem það hefur mun hærra steinefnainnihald.
Bláa lónið er fullkomið dæmi um þá tegund vatns sem kemur úr háhitasvæðum. Vatnið í lóninu kemur frá jarðvarmavirkjun í nágrenninu og er sérstaklega kísilríkt.
Kísill og önnur steinefni sem finnast í vatninu frá háhitasvæðum valda útfellingum sem stífla pípulagnir, þannig að heitt vatn frá háhitasvæðum er í staðinn notað í varmaskiptaferli til að hita upp ferskt, kalt grunnvatn sem kemur annars staðar frá.
Upphitaða ferska vatnið er síðan notað í sama tilgangi og heitt vatn sem kemur beint frá lághitasvæðum.
Allar jarðvarmavirkjanir, þar sem jarðvarmi er notaður til rafmagnsframleiðslu, á Íslandi eru staðsettar innan háhitasvæða. Þetta er vegan þess að það þarf hærra hitastig en fyrirfinnst á lághitasvæðum til framleiðslu rafmagns.
Háhitasvæði á Íslandi eru oftast staðsett nálægt virkum eldstöðum, á flekaskilunum eða heita reitnum.
Orðatiltæki sem við notum mikið á sýningunni er að ef jörðin er eldri, þá er hún kaldari, sem samsvarar einnig hitastigi vatnsins í jörðinni.
Vertu í sambandi við okkur
Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir, fræðslumola og uppfærslur frá okkur á Jarðhitasýningunn

