ÍS

EN

ÍS

EN

ÍS

EN

Hópaleiðsögn

Skólaheimsókn Orka

Fræðandi og grípandi upplifun um endurnýjanlega orku, jarðfræði og sjálfbærni.

image-0_v3xeza.webp
image-0_v3xeza.webp
image-0_v3xeza.webp
image-0_v3xeza.webp

Um leiðsögnina - Orka

Jarðhitasýningin er kjörinn staður fyrir nemendur til að fræðast um endurnýjanlega orku, sjálfbærni, jarðvarmaauðlindir, jarðfræði, kolefnisföngun, og kolefnisförgun.

Reyndir vísindamiðlarar miðla þekkingu á lifandi og aðgengilegan hátt fyrir nemendur á öllum aldri og menntunarstigi.


Skólaheimsóknir fela í sér 20–25 mínútna kynningu þar sem farið er yfir jarðfræði Íslands, jarðhitaumhverfið og hvernig jarðvarmi er nýttur til orkuframleiðslu, dreifingar og varanlegrar kolefnisbindingar með Carbfix-aðferðinni.

Heimsóknirnar eru sérsniðnar að þörfum hvers hóps og endurspegla námsefni eða markmið nemenda.


Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og taka virkan þátt í heimsókninni. Að kynningu lokinni er þeim velkomið að skoða sýninguna á eigin hraða.

Áður en þú bókar

Tímalengd

:

20–25 mínútur

Lágmark stærð hóps

:

10 nemendur (minni hópar geta greitt lágmarksgjald)

Fyrir hverja

:

Leikskóla upp til háskóla

Tungumál

:

Á ensku og íslensku

Sérsniðin útfærsla

:

Efni má aðlaga að aldri og þörfum

Hafðu samband til að bóka

Vinsamlegast hafið samband vegna lausra bókunartíma og verðs.